var skóli sem bauð upp á stílistanám ásamt fleirra námi sem endaði með tískusýningu í lokin og fengu nemendur sína diplómugráðu í þeirri grein sem maður skráði sig í. Þetta voru 10 vikur og fengum við alltaf í hverri viku verkefni sem við þurftum annað hvort að kynna í lok hverrar viku eða myndatöku sem við skiluðum inn í lok vikunnar. Við lærðum um tískuna sem var, sögur hönnuða og margt fleirra. Í miðju námi fengum við að aðstoða og kíkja á bakvið tjöldin hjá ýmsu hönnuðum á Reykjavík Fashion Festival. Dagarnir þar voru mjög langir en mjög skemmtilegir og að sjá hvernig hver og einn hönnuður vann hugmyndavinnuna á bakvið hverja línu, litasamsetningarnar, mynstrin og formin var mjög áhugavert.
Myndir frá Reykjavík Fashion Festival
Fyrsta stílistaverkefnið sem ég sá um í Reykjavík Fashion Academy árið 2013
Annað stílistaverkefni með þemuna Summertime árið 2013 í Reykjavík Fashion Academy
The Cycle of Love - Lokaverkefni í Reykjavík Fashion Academy árið 2013