er verkefni sem við María Hrund gerðum saman fyrir Unglist 2022. Við bjuggum til 3 outfits og allt var það úr fötum sem að voru ''ónýt'' eða fötum sem voru komin til ára sinna og við vildum gefa þeim nýtt líf. Við byrjuðum mánuði fyrir sýningu og við vissum nákvæmlega hvað okkur langaði að búa til. Við ákváðum að blanda stílum okkar saman: Ég er meira fyrir high fashion, punk rock og very feminine á meðan María er mjög fyrir streetstyle, boyish, oversized með feminine side. Tískusýningin var haldin í því glæsilega húsi Hinu Húsinu þann 12.nóv. Unglist er samstarfsverkefni á milli Tækniskólans og Fjölbrautaskólans í Breiðholti og er afrekstur annarinnar sýndur með pompi og prakt.
Þetta stutta ferli var svo skemmilegt og lærdómsríkt og svo gaman að vinna með Maríu og blanda saman ólíkum stílum en samt svo líkum á sama tíma.