er þjóðþekkt söngkona sem gaf út sitt fyrsta lag á Spotify árið 2022 og vakti mikla athygli. Við Una kynntumst í Tækniskólanum í klæðskeranáminu og ég spurði hana hvort að hún væri ekki til í að ég myndi sauma á hana kjól fyrir eitthvað geggjað tilefni og úr varð þetta geggjaða samstarfsverkefni DKP x 66°North sem ég er búinn að vinna að frá mars - júní 2024.
-
Ég gerði sérsaumsverkefni sem er partur af starfsnámi hjá 66°North í klæðskeranáminu mínu við Tækniskólann. Ég fékk þann heiður að sauma sérsaumaðan bútasaums kjól á flottustu söngskonu landsins, Unu Torfa.
-
Ég notaði einungis prjónavörur, þar að segja peysur, húfur og efnisbúta sem voru allt ósöluhæfar eða gallaðar flíkur sem ég klippti niður í 330 búta sem að fór í kjólinn.
-
Una var í kjólnum á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum laugardaginn 3. ágúst í rokinu í Herjólfsdal og var ekkert eðlilega flott í kjólnum.