Það sem ég elska við fatnað sem er farinn að syngja sitt síðasta, er götóttur eða bara hreinlega dottinn úr tísku er það að endurnýta hann. Búa til eitthvað nýtt, láta flíkina fá nýtt líf, fá neistana aftur eins og flíkin var með á sínum tíma. Ég viðurkenni það að ég þarf að gera meira af því og ég er alveg tilbúinn í það. Í stað þess að gefa fatnaðinn til góðgerðarstarfa eða fara með hann í Sorpu og láta tæta fatnaðinn niður þá getum við gefið fatnaðinum annað líf.
Þessi jakki var notaður fyrir nokkrum árum sem einkenningsbúningur fyrir flugfélag, fékk að fara í ýmisleg ævintýri um allan heim.
Og nú er hann búinn að fá nýtt líf sem partýjakki með smá rokk fíling í sér.