Rock vs Elegant eða Rokk á móti Fáguðu er heitið á þessari fatalínu Þessi tvö orð eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst gaman að klæða mig fínt upp t.d. í jakkaföt en er samt alltaf með smá “touch” af rokk tímanum með. Formin á fötunum fæ ég frá glæsifatnaði; þröngt pils, buxurnar aðsniðnar að rassinum og svo beinar niður. Rokkaða ívafið er mynstrið/krotið sem er á flíkunum og hringirnir, eitthvað sem kryddar upp á elegansinn og gefur því nýtt yfirbragð. Ég hef aldrei verið hræddur við að klæða mig í það sem mér finnst flott. Ég er eins og ég er og fólk má klæða sig í það sem þeim finnst flott og þau eru örugg í. Gadda hálsmenin og armböndin, förðunin og hegðunin - svolítið eins og rokk hljómsveit ef maður pælir aðeins í því.