Söngleikir og leikrit sem ég hef unnið að og sett upp eru þónokkuð margir frá árunum 2014 til dagsins í dag. Ég ásamt fleirrum settum upp We Will Rock You í Víðistaðaskóla árið 2014 þar sem ég var búningastjóri og danshöfundur, árið 2015 var ég með í öðru teymi í Garðaskóla að setja upp Litlu hryllingsbúðina þar sem ég var einnig búningastjóri og danshöfundur. Þremur árum seinna eða 2018 voru ég og fleirri að setja upp Lísu í Undralandi í Víðistaðaskóla.
-
Árið 2019 byrjaði ég að vinna í Félagsmiðstöðinni Garðalundi og var þar í algjöru drauma teymi. Við settum upp Rock of Ages með unglingum í 9. og 10.bekk. Næstu þrjú ár eftir það var ég með í sama teymi sem búningastjóri, sviðshönnuður, aðstoðarleikstjóri, sýningastjóri og margt fleirra. Árið 2020 settum við upp Mean Girl sem við bjuggum til alveg frá grunni, lásum handritið sem var notað á Broadway á sama tíma og við settum upp þennan söngleik og þýddum textana við lögin líka. Við rétt svo náðum að sýna allar sýningarnar áður en það skall á samkomutakmarkanir vegna COVID.
-
Ári seinna eða 2021 settum við upp COVID útgáfu af Bugsy Malone með miklum og ströngum samkomutakmörkunum, númeruð sæti, allir með grímur og mjög takmarkað magn af miðum. Við fengum því miður ekki að sýna allar sýningarnar en fengum að sýna 4 sýningar með frumsýningu. Árið 2022 voru enn takmarkanir í grunnskólum og í samfélaginu þegar við settum upp Grease og við vorum tilbúin með COVID áætlun sem við bjuggum til ári fyrr en sem betur fer þurftum við ekki að nota hana og fengum að sýna venjulegar sýningar aftur, loksins eftir tveggja ára hamlanir og stútfylltum salinn af foreldrum, ættingjum, kennurum, vinum og vandamönnum.
We Will Rock You
Litla hryllingsbúðin
Lísa í Undralandi
We Will Rock You
Mean Girls
Bugsy Malone