Hvernig á að vera Klassa Drusla var ótrúlega skemmtilegt verkefni sem ég var búningastjóri í. Þetta var mjög krefjandi en skemmtilegt á sama tíma sem tók 5 mánuði að taka upp eða frá apríl til september 2019. Að fá að taka þátt í svona stóru bíómynda verkefni er algjör heiður, æðislegt teymi sem ég vann með og það að vera með tvem bestu vinkonum mínum í þessu verkefni var algjör draumur.
Þessi mynd er um tvær vinkonur sem eyða saman heilu sumri með allskonar uppákomum í sveitasælunni, sauðburði, partýjum, réttum og sólbaði og er hún í fullri lengd og var sýnd í kvikmyndahúsum í febrúar 2021.